Jón Þór Ólafsson.
Jón Þór Ólason formaður SVFR.. Myndina fundum við á FB síðu Jóns.

Það styttist í aðalfund SVFR og Jón Þór Ólason formaður fékk ekkert mótframboð. Hins vegar sækjast fimm eftir þremur sætum í stjórn sem kosið verður um. Það stefnir því í spennandi kosningabaráttu þó að sjálfkjörið sé í formannsstólinn.

Aðalfundurinn verður 27.febrúar næst komandi og verður opnað á utankjörfundaratkvæði þann 20.febrúar. Þeir fimm sem bjóða sig fram eru Ágústa Katrín Guðmundsdóttir sem verið hefur gjaldkeri SVFR í seinni tíð. Ólafur Finnbogason fasteignasali sækist og eftir endurkjöri, en hin þrjú sem koma ný inn eru Lúðvíg Brynjarsson, Karl Lúðvíksson og Ragnheiður Thorsteinsson. Ragnheiður er ekki alveg ný af nálinni því hún hefur áður setið í stjórn SVFR. Þá hefur Karl, Kalli Lú, verið staðarhaldari fyrir SVFR við Langá síðustu sumur.