Litlaá, Skjálftavatn
Tröllvaxin bleikja sem þessi norska veiðikona landaði í Skjálftavatni. Myndin er af FB síðu Litluár.

Hin kvika og líflega kvennadeild Stangaveiðifélags Reykjavíkur hefur blásið til opins húss annað fimmtudagskvöld, 14.2 og verður húsið opnað klukan 20.00. Búast má við miklu fjöri og flottri dagskrá sem endranær.

Í tilkynningu sem lesa mátti á FB síðu hópsins stóð m.a. eftirfarandi: „Opið hús kvennadeildar fimmtudagskvöldið 14.02. n.k. kl. 20:00. Fjölbreytt, skemmtileg, spennandi og fróðleg dagskrá þar sem meðal annars koma við sögu fræðsla um litríkar línur og misjafna tauma á þessum degi ástarinnar. Frekari dagskrá verður kynnt innan skamms en takið kvöldið frá.“