Veiðikortið 2020

Veiðikortið er að vanda komið út fyrir nokkru, sá mikli hvalreki silungsveiðimanna síðustu árin. Þar er að finna að venju fjölda veiðistaða og eins og oftast áður er að finna nýjungar

Alls er boðið upp á 34 veiðisvæði vítt og breytt um landið og að þessu sinni eru tvö ný svæði í boði, Meðalfellsvatn í Kjós og Hlíðarvatn í Hnappadal. Meðalfellsvatn þekkja flestir, stutt frá höfuðborgarsvæðinu og býður uppá allskons möguleika, m.a. fallega urriða, sjóbirting og lax.  Hlíðarvatn þekkja færri, en það á sér sína áhangendur. Þar finnst væn bleikja. Urriði líka. Vatna er kannski frægast fyrir að þar var í eina tíða reynda að rekja fljótandi hótel í víkingaskiptamynd. En það gekk ekki upp.