Selá
Stórglæsileg mynd frá Selá, reyndar frá 2017 en leyfum henni að fljóta með þar sem Selá er ein af aðalánum þetta sumarið. Myndin er fengin frá Streng, leigutaka árinnar.

Ef við skoðum aðeins vikutölurnar betur þá kom í ljós að sautján ár eru þegar komnar með hærri tölu núna heldur en í það heila í fyrra. Það er samt ekki ávísun á betri vertíð 2018, því margar ár eru ólíklergar til að komast nálægt síðasta árs tölu. Að vísu er svolítið eftir af vertíðinni, en slagkrafturinn er búinn í flestum ám og þessi statistík er ólíkleg til að breytast mikið úr því sem komið er. En skoðum….

Fossá, Höskuldur Birkir Erlingsson
Höskuldur Birkir Erlingsson með einn flottan úr Fossá í Þjórsárdal nú í vikunni, en laxinn er nú farinn að hrannast inn í hana. Mynd Stefán Sigurðsson.

Þetta eru sautjan ár og þegar september er að byrja þá er það ekki svo slæmt að hafa gefið meiri afla heldur en allt síðasta sumar. Eystri Rangá, Urriðafoss  og Þverá/Kjarrá eru að okkar mati stóru númerin, enda tróna þau svæði í efstu sætunum í þessari tilteknu statistík. Haffjarðará skorar líka vel og sama má segja um Selá og Affallið. Hér koma árnar og er fyrri talan sú sem var á angling.is síðasta miðvikudag og sú seinni heildartala síðasta árs, einning samkvæmt angling.is.

Eystri Rangá           3344 – 2143

Þverá/Kjarrá           2369 – 2060

Haffjarðará              1435 – 1167

Urriðafoss                 1243 – 755

Selá                          1222 – 937

Elliðaárnar                 893 – 890

Laxá í Dölum              879 – 871

Hofsá                          602 – 589

Affall                           590 – 193

Haukadalsá                  545 – 503

Hítará                          524 – 494

Jökla                            402 – 355

Búðardalsá                   307 – 255

Miðá                             292 – 215

Langadalsá                    206 – 138

Laugardalsá                   192 – 175

Fnjóská                         110 – 107

Þannig hljómar það. Lesendur sjá að sums staðar munar voða litlu, t.d. 3 löxum í Fnjóská sem var afburða léleg í fyrra, en það verður skárra í ár. Þrír laxar í Elliðaánum, en það verður betra í ár. Það eru líka nokkrar ár sem gætu bæst í þennan hóp áður en yfir lýkur. En sjáum til.