Martin Bell, Einar Falur, Eystri Rangá
Glímt við lax í Eystri Rangá. Mynd Einar Falur.

Skemmtileg sagan sem við nefndum af bræðrunum Degi og Sigurði Garðarssonum á VoV í gær. Fimmtíu laxar er ansi góður „fylla kistuna“ túr, en nú vitum við meira um skrepp þeirra bræðra.

Það var Einar Lúðvíksson umsjónarmaður Eystri Rangár sem sagði okkur söguna. Þannig er mál vexti að þeir félagar voru á svæði 5/4 í gær og fengu 25 laxa á Hofteigsbreiðu, heila opnu í veiðibók. Áttu síðan eitthvert svæði í Ytri Rangá, en þar var rólegt framan af og var þá haft samband við Einar og sjá, svæðið var aftur laust. Stutt að skjótast yfir fyrir þá bræður sem fengu aðra 25 laxa á sama veiðistað! Mest var þetta á frekar smáar flugur, mest þó á svarta hálfs tommu svarta Frances með keiluhaus.