Stóra Laxá í Hreppum, Laxárholt
Laxárholt á svæði 2 í Stóru Laxá. Myndin er fengin af FB síðu Árna Baldurssonar.

Árni Baldursson leigutaki Stóru Laxár í Hreppum sagði frá mokveiði í ánni á lokadeginum, menn hafa verið að bíða eftir skotinu, þetta sem venjulega kemur á haustin en enginn veit hvenær. Fer alltaf eftir árferði, hitastigi og haustlægðum. Að þessu sinni aðeins of seint!

Árni póstaði á FB: „Á síðustu tólf klukkustundunum, 60 laxar á fjórar stangir á svæði 1 og 2, margir stórir,“ sem sagt allt komið i gang, en glatað að það komi á lokadegi vertíðarinnar! Í gærkvöldi voru komnir 420 laxar á land eftir 22 laxa viku.