Laxá í Kjós, sjóbirtingur
Þessi er flottur.

Sjóbirtingsvertíðin fer jafnan seinna af stað í Laxá í Kjós heldur en gengur og gerist, væntanlega til að lágmarka álagið á fiskinn en nýta hann þó. Veiðin fór afar vel af stað í lok vikunnar.

Laxá í Kjós, sjóbirtingur
Gamall og þroskaður birtingur.

Jón Þór Júlíusson leigutaki Laxár sagði að það hefði verið fjör frá fyrstu mínútum og hver fiskurinn af öðrum verið dreginn á þurrt….og sleppt því slíkar reglur gilda þar. Eins og sjá má af myndum með þessu, myndum sem Jón Þór lét VoV í té, voru sumir birtinganna stórir, enda áin þekkt fyrir slíkt hin seinni ár.

Eins og svo oft áður var Káranesfljótið besti veiðistaðurinn. Þar bunkar birtingurinn sig jafnan þegar líður að sumri.

Laxá í Kjós, sjóbirtingur
Flottur Kjósarbirtingur. Myndir eru frá Hreggnasa.