Laxá í Kjós, Kvíslafoss
Laxá í Kjós. Menn hafa séð það svartara þar, stundum hættir norðurkvíslin í Kvíslafossi að renna.

Flott veiði hefur verið í Laxá í Kjós á lokametrum þessarar vertíðar og að sögn Haraldar Eiríkssonar sölustjóra hjá leigutakanum Hreggnasa, þá kom honum skemmtilega á óvart þegar hann heimsótti ána fyrir skemmstu hversu mikið er af fiski í ánni og hversu vel dreifður hann er. Margir hafalent í veisum að undanförnu.

Vissulega hafa dagarnirverið misgóðir m.t.t. aðstæðna, en betri dagarnir hafa verið virkilega flottir. Einn sem Haraldur sagði okkur frá landaði tólf löxum á einum degi, auk fjögurra sjóbirtinga, sem voru stærstu fiskarnir, 8 til 14 punda fiskar! „Það er fiskur um allt, í öllum hyljum, á öllum eyrum neðan Hækingsdals, Reynivallaeyrum og frísvæðinu,“ sagði Haraldur.

Í gærkvöldi voru skv angling.is komnir 989 laxar á land, samaborið við 860 á sama tíma í fyrra. Munar þar 129 löxum. Vikan hafði þá gefið 86 laxa sem er frábær vikuveiði þegar komið er svona langt inn í haustið. Veiði er að ljóka, en það eru góðar líkur á að talan fari í fjóra stafi sem hefur ekki gerst síðan 2015!