Sogið
Sogið, Ásgarður...Bíldsfell á öndverðum bakka....

Veiði hefur verið betri í Soginu í sumar en í fyrra. Sjáum samt hvað lokatölur segja til um, en athugasemd sem Árni Baldursson,leigutaki Ásgarðs segir um framgöngu veiðimanns í Bíldsfelli vekur spurningar.

Árni skrifar: „Það var goð veiði i Ásgarði a Þriðjudaginn , einnig griðarleg veiði a Bildsfelli. Þar fór veiðimaður vaðandi yfir allt Sogið neðst a Ásgarðsbreiðu einhverja 600 metra fyrir neðan Ármot , sannarlega kominn alveg langt, langt inn a Ásgarðsveiðar , vel gert að komast alla þessa leið og komast nánast alveg yfir ána alla leið á bakkan okkar. Í Ásgarði veiðum við einungis a flugu, þessi veiðimaður fra Bildsfellsveiðum veiddi 16 laxa alla a spún! Laxana veiddi hann alla a milli Ármota og Kvarnar , vel gert og allt það , SVFR ég er ekkert rosalega impressed með þetta … Eftir stendur spurningin hvar a að færa þessa laxa til bokar?“