Það er víða fallegt við Sunnudalsá. Mynd Jóhanna Hinriksdóttir.

Ef við kíkjum aðeins nánar á gótt gengi í ám á Norðausturhorninu, þá hafa það ekki einungis verið Selá og Hofsá sem hafa verið að gefa, Sunnudalsá og Miðfjarðará í Bakkafirði hafa einnig verið líflegar.

Lækjarhúshylur í Sunnudalsá, einn öflugasti veiðistaður árinnar. Mynd Jóhanna Hinriksdóttir.

Einn angi af VoV var að veiðum í Sunnudalsá og lauk túrnum s.l. laugardag. Voru þá komnir 54 laxar á land á tvær stangir, en veitt hafði verið í þrjár vikur. Okkar maður, Jón Eyfjörð“ sagði eftirfarandi: „Komnir 54 laxar. Við  fengum 1 lax, settum í 6 stk. Af þessum löxum sem komnir voru í bók veiddust milli 25 og 30 fyrstu dagana þrjá og megnið af þeim í fosshyljunum tveimur. Það er leiðinlegt að veiða þá, svo við reyndum lítið þar, setum hins vegar í lax í 31 ,Sauðárhyl, sem ég missti. Klárlega tveggja ára fiskur.

Glæsileg sjóbleikja úr Fellshyl í Hofsá. Mynd Jóhanna Hinriksdóttir.

Það er eitthvar slatti af laxi í ánni, það er klárt, en lítið var um lax neðan við brú og ekki mikið líf í Girðingarhyl og Langamelshyl sem voru drjúgir í fyrra. Gott að hafa efra silungasvæði Hofsár inni í þessu, þangað sóttum við fallegar bleikjur.“

Þá höfum við þær fréttir af Miðfjarðará, sem er að hluta til í höndum Veiðiklúbbsins Strengs, að 134 laxar hafi verið komnir á land á tvær stangir, en veiði hófst um mánaðamót júní og júlí. Fínn gangur þar.