Eldvatn
David Schulze með tröllið. Myndin er frá FB síðu Eldvatns.

Mögulega stærsti sjóbirtingur þessarar vertíðar veiddist í Eldvatni í Meðallandi í gærmorgun. Um var að ræða 95 cm hæng semerlendur veiðimaður snaraði uppúr Þórðarvörðuhyl, sem er einn af þekktari veiðistöðum Eldvatns.

Jón Hrafn Krlsson, einn leigutaka Eldvatnsins sagði fiskinn hafa verið ferlegan, eins og sjá má af myndinni. Það var Kaliforníubúinn David Schultz sem veiddi fiskinn í Þórðarvörðuhyl eins og fram kom. Jón Hrafn sagði að skilyrði hefðu verið krefjandi, en að vel hefði samt veiðst og margir stórir verið í aflanum hjá bandaríska hópnum.

VoV man eftir 96 cm birtingi úr Tungufljóti í vor, en þessi er trúlega þyngri þó að sentimetra muni, þeir haaf alltaf lagt eitthvað af vorfiskarnir eftir vetrardvölina.