Guðmundur Jörundsson með boltafisk úr Húseyjarkvísl.

Fyrsta hollið í Húseyjarkvísl landaði tíu löxum og var almenn ánægja með þá stöðu, enda þorði enginn að vona eftir síðasta sumar, að eitthvað yrði af tveggja ára laxi í sumar. Það er svo sem ekkert vaðandi í stórlaxi, en nóg til að menn eru á tánum.

Eftir opnunarhollið kom vösk sveit manna sem gerþekkja ána. Mokveiðifélagið. Tveir voru dregnir að málbandinu á fyrstu vakt, sem bendir til að smálaxinn má ekki láta bíða mjög lengi eftir sér. Og á það við um allar ár landsins,