Stórfiskaleikur í Hlíðarvatni

Ívar Bragason með 60 cm bleikjutröll.

Veiði þykir hafa farið nokkuð vel af stað í Hlíðarvatni í Selvogi og talsvert ber á stórum bleikjum þetta vorið, slattim um 50 sentimetra og þær stærstu til þessa um 60 cm.

Garibaldi Ívarsson með 50 cm bleikju. Mynd ÍB

„Já, þetta var geggjaður strákadagur í dag í Hlíðarvatni við Selvogi, 20 bleikjur og sú stærsta var 60cm. Margar um 50 cm. Við vorum þarna feðgarnir ég og sonurinn Garibaldi. Það var sem sagt líflegt, stærstu bleikjurnar voru í Botnavík og svo við Réttarnes og í Hlíðarey. Við veiddum bara í 6 tíma, en vatnið er að springa í gang. Hún tók smátt, 14 og 16 vinil rib og rauðan blóðorm nr 16, sú stóra. Hefði verið hægt að gera meira en allir sáttir. misstum mikið og mikið um grannar tökur, bara gaman. Tekið á Scierra fjarka, svaka fjör. Allt drepið og étið. Hef veitt þarna sl 20 ár,“ sagði Ívar við VoV í kvöld