Flugur og flugubox
Það er allt til reiðu. Nú má vertíðin fara að hefjast! En sýningin verður með breyttu sniði í ár vegna C19.

Íslenska fluguveiðisýningin, sjálfseignarstofnun, mun standa fyrir viðburði sem streymt verður beint á netinu fimmtudaginn 25. mars næstkomandi kl. 20:00. Viðburðurinn verður í samstarfi við Hylinn hlaðvarp sem mun bæði sjá um tæknilegu hliðina og leiða viðburðinn ásamt Eggerti Skúlasyni. Föstudaginn 26. mars verður síðan beint streymi frá IF4 kvikmyndahátíðinni.

Viðburður á netinu – dagskrá 25. mars, fimmtudagur 20:00:

Streymi hefst – rætt verður við valinkunna veiðimenn og leigutaka um stöðuna í veiðinni í kjölfar Covid. Eggert Skúlason og Sigþór Steinn Ólafsson leiða umræðurnar.

21:30 Uppboð á veiðileyfum og veiðivörum. Gunnar Helgason stýrir uppboðinu.

  1. mars, föstudagur 20:30 IF4 kvikmyndahátíðin. Aðgangur og þátttaka bakhjarla. Aðgangur að viðburði á netinu, ekkert gjald. Aðgangur að IF4 streymi á netinu ásamt happdrættismiða 1.500 kr.
Lax.
Fallegur lax.  Myndin er frá Fishpartner.

                                          Um „Bakhjarla“

Fyrirtækjum er boðið að gerast bakhjarlar, leggja nokkuð af mörkunum, en fá sitthhvað til baka.

Bakhjarlar: A: Bakhjarl gefur vörur eða veiðileyfi að verðmæti 70.000 kr. eða meira. – Vörur fara á uppboð og fá því sérstaka kynningu. – Bakhjarl fær kynningu á Facebook síðu Íslensku Fluguveiðiakademíunnar ásamt keyptri birtingu auglýsingar (2.500 kr.). – Bakhjarl fær logo í útsendingu viðburðar, 150 sek., 10 sek í senn. – Bakhjarl fær kost á að senda spurningu til veiðimanna/leigutaka og verður hann því nefndur þegar spurning er borin upp. B: Bakhjarl gefur vörur eða veiðileyfi að verðmæti 20.000 kr. eða meira. – Vörur fara á uppboð eða í happdrætti. – Bakhjarl fær logo í útsendingu viðburðar, 100 sek., 10 sek í senn. Íslenska fluguveiðisýningin 2021 og IF4 kvikmyndahátíðin Upplýsingar til þátttakenda C: Bakhjarl greiðir styrk að fjárhæð 12.500 kr. – Bakhjarl fær logo í útsendingu viðburðar, 100 sek., 10 sek í senn.

Það er stutt í nýja vertíð!

Um Íslensku Fluguveiðisýninguna

Um Íslensku Fluguveiðisýninguna. Þetta verður þriðji viðburður Íslensku fluguveiðisýningarinnar en áður hafa verið haldnar sýningar í Háskólabíói árin 2018 og 2019. Sýningin féll niður árið 2020 vegna Covid-19. Íslenska fluguveiðisýningin, kt. 571218-1270, er sjálfseignarstofnun og er öllum fjármunum sem safnast á sýningunni, að frádregnum kostnaði, varið í þágu meginmarkmiðs sýningarinnar sem er að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna, þá einkum lax og bleikju.

Árið 2019 tókst að safna 900.000 kr. á sýningunni og hefur stjórn sýningarinnar nú þegar veitt Icelandic Wildlife Fund, Laxfiskum ehf. og NASF á Íslandi 200.000 kr. styrk, hverjum aðila. Önnur markmið Íslensku fluguveiðisýningarinnar eru: – Að stuðla að vandaðri umræðu og fræðslu um verndun villtra ferskvatnsstofna hér á landi. – Að efla samfélag fluguveiðimanna á Íslandi og skapa vettvang þar sem allir sem tilheyra samfélaginu, þ.e. veiðimenn, verslunarmenn, veiðileyfasalar, leiðsögumenn og fleiri, geta hist og skipst á hugmyndum og skoðunum.

Laxá í Aðaldal, Syðra Fjall
Þurrfluguveiðar á Syðra Fjalli í Aðaldal.

Úthlutun og stjórn Íslenska fluguveiðisýningin mun ávallt verja öllum fjármunum sem safnast á sýningunni í að standa vörð um íslenska náttúru og dýralíf með áherslu á vernd og uppbyggingu villtra ferskvatnsstofna. 50-80% af fjármunum sem safnast ár hvert mun renna til annarra samtaka sem sérhæfa sig í þessari baráttu en afganginum mun Íslenska fluguveiðisýningin ráðstafa sjálf til að ná fram sömu markmiðum.

Íslenska fluguveiðisýningin er með með þriggja manna stjórn. Núverandi stjórn skipa Árni Freyr Árnason, hdl. og veiðimaður, Kristján Páll Rafnsson, framkvæmdastjóri Fish Partner og veiðimaður, og Sigurður Árnason, barnalæknir og veiðimaður. Á skipunartíma fyrstu stjórnar (fjögur ár) mun stjórn fela þremur hagsmunaaðilum sem tengjast markmiðum sýningarinnar, t.d. Landsambandi veiðifélaga, skipunarvald stjórnarmanna til framtíðar.

Stjórn hefur skipað Gunnar Örn Petersen, lögfræðing og veiðimann, sem framkvæmdastjóra sýningarinnar til eins árs í senn. Hvorki framkvæmdastjóri né stjórnarmenn þiggja laun fyrir störf sín. Bókhald sýningarinnar er ávallt opið og mun framkvæmdastjóri veita upplýsingar um það.