Birtingurinn að þoka sér neðar í kerfin?

Hér er nefndur Magnús með einn af þeim stærri í túrnum niðri við "Garða". Mynd er fengin frá SVFK

Enn eru menn að gera góðar ferðir í birting í Skaftafellssýslunum og mikið virðist enn vera af fiski. Þó sést ein og ein vísbending um að fiskurinn sé farinn að þoka sér neðar í kerfin.

Það segir t.d. af þeim félögum Magnúsi Bjrgvinssyni  og Arnbirni Arnbjörnssyni sem voru fyrir skemmst í Geirlandsá. Hópurinn þeirra hreppti kannski ekki bestu skilyrðin, en náðu samt að landa sjö fiskum á bilinu 50 og upp í 82 cm. Falleg veiði þar á ferð og eftir því tekið að allir fengust fiskarnir niðri á „Görðum,“ en það eru neðstu veiðistaðir Geirlandsár. Enda er jú kominn mai, en birtingurinn fer einmitt mest allur út í sjó í mai, hversu seint eða snemma fer gjarnan eftir árferði. Sem hefur almennt verið gott þetta vorið og því hugsanlegt að fiskur fari fyrir vikið fyrr til sjávar. En allt mun það koma í ljós, a.m.k.k. í Geirlandsá, því mai er svo gott sem uppseldur hjá SVFK.