Rafræna veiðibókin

VoV hefur verið í Sunnudalsá í Vopnafirði síðustu daga. Þar er l´tiðað frétta þetta sumarið, en kannski mun áin eiga góðan endasprett inn í haustið. Hér hefur verið hitabylgja eins og allir vita og margt því skoðað annað en veiðiskapurinn. Til dæmis rákumst við á þessa nýju útfærslu á veiðibók.

Kannski er ritstjóri svo forn að hann hefur ekki komið í veiðihallir um nokkurra ára skeið…en þessi veiðibók vakti sannarlega athygli og leysir eflaust þessa gömlu með bláu kápunni af með tíð og tíma. Þetta er I-Pad með appi. Rafræn skráning á vettvangi. Þetta auðveldur eflaust fiskifræðingum Hafró úrvinnslu veiðibóka, allt annað að fá upplýsingar með þessum hætti heldur en endalausar uppflettingar í misvel skráðum veiðibókum. Kannski er þetta nú þegar komið víða um land, við vitum það ekki, en þetta er komið í Sunnudal.