Sogið komið á blað

Ásgeir Ebenezer gerði aldeilis góðan dag á Torfastöðum.

Lax er kominn úr Soginu þó ekki hafi verið formlega opnað þar ennþá, allavega eftir því sem við best vitum. Eins og í nokkrum tilvikum í vor og byrjun sumars, þá veiddist viðkomandi lax af silungsveiðimanni á silungasvæði á silungatíma.

Það var gamall og bráðgreindur Sogskarl, Ásgeir Ebenezer, sem veiddi laxinn. Hann stundar mikið Ásgarð, en líka Tofrastaði sem eru fremur þekkt svæði fyrir bleikju. Hann var á Torfastöðum í dag og þetta var afreksturinn: „Laxinn kominn i Sogið,hann tok silungapupu #16.“