Geirlandsá, Hagafoss
Veiðimyndin í ár? Hagafoss og Sindri með boltann sinn.

Þetta er stór birtingur, engin spurning, en langt frá því að vera með þeim stærstu sem veiðst hafa hingað til á þessari vertíð, en myndin er líklega sú flottasta sem við höfum séð og þar spilar auðvitað umhverfið og birtan inní, þetta er Hagafoss í Geirlandsá, efsti veiðistaðurinn.

Veiðimaðurinn er Sindri Þrastarson og myndina tók Guðrún Mjöll sem var með honum á vettvangi. Magnað að birtingur sé genginn upp í efsta stað í Geirlandsá þegar september er ekki kominn enn þá, en það virðist allt vera á undan áætlun þetta sumarið/haustið. En allavega, til lukku Sindri og Guðrún.