Laxá í Jökulsárhlíð, Jökla
Erlendur veiðimaður með 82 cm hrygnu af Jöklusvæðinu fyrr í sumar.

Yfirfall í breyttum jökulám er ömurlegt fyrirbæri, menn vita ekkert hvenær það kemur og því verða árnar erfiðar í sölu. Jökla hefur það þó að hún hefur þrjár hliðarár, auk vatnamóta þeirra allra við Jöklu og sjálfstætt „starfandi“ hliðará, ögruhlíðará, auk vatnamóta við aðrar á hér og það lengst inn á öræfum. Menn hafa lent í fínni veiði í Jöklu að undanförnu, þrátt fyrir yfirfallið.

Laxá, Jökla
Svona leit Laxárfossinn út fyrir skemmstu…margfaldur!
Hörður Halldórsson, Fossá
Hörður Halldórsson með 74 cm hæng úr Fossá.

Við heyrðum í Herði Halldórssyni veiðimanni og leiðsögumanni sem var í Jöklu fyrir skemmstu, eftir að yfirfallið var  komið til skjalana. Hann lenti í skítaveðri og vatnavöxtum, en veiðin gekk vel! Hann sendi okkur umbeðna skýrslu:  „Já, þetta var bara mjög gott þrátt fyrir aðstæður,  óveiðanlegt i 1 og halfan dag út af lit og miklu vatni. Við veiddum vel þegar fór að sjatna aðeins. Fengum fallega laxa, m.a. 78 og 82 cm fiska. Fallegt svæði og skemmtilegt,“ sagði Hörður.