Risableikja úr Hlíðarvatni

Nökkvi Sverrisson með risann

Veiði hefur verið góð í Hlíðarvatni það sem af er og í dag veiddist í vatninu 59 cm bleikjuhængur sem er með því stærsta sem sést úr vatninu.

Sem fyrr segir var bleikjan 59 cm og var veiðimaðurinn Nökkvi Sverrisson. Flugan var Peacock, númer 10 eða 12 og fylgdi sögunni og fylgdi sögunni að höfðingjanum hafi verið gefið líf.