Aðeins meira um Vatnsá, eða öllu heldur vatnið

Tom með glæsilegan nýgenginn sjóbirting úr Heiðarvatni....

Aðeins meira um Vatnsá, eða öllu heldur vatnið, Heiðarvatn. Það er löngu vitað að í það gengur lax og sjóbirtingur þegar líður á vertíð, en allur gangur á því hversu mikið veiðist af þeim ágætu fiskum, en menn virðast vera að komast upp á lagið með það ef marka má þessa frétt…

Ásgeir Arnar Ásmundsson umsjónarmaður á staðnum sagði okkur í dag frá „Tom,“ sem pantaði einn dag og hafði aldrei áður í dalinn komið. Niðurstaðan var dagur sem Tom gleymir aldrei: „Við lönduðum níu sjóbirtingum, ótrúlegum fiskum, 55 til 78 cm, auk 25 smærri urriða, birtinga og nokkurra bleikja. Ég kem aftur að ári,“ sagði Tom í skeyti og skilaboðum.