Kjarrá
Hér er veiðimaðurinn með þann stóra úr Kjarrá í gærmorgun.

Stærsti lax sumarsins úr Kjarrá veiddist í gærmorgun og reyndist það vera 98 cm hængur var orðinn talsvert leginn. Veiðin í ánni s.s. Þverá/Kjarrá hefur verið frábær í allt sumar og búast má við því að þegar vikutalan birtist í kvöld, verði áin komin yfir heildartölu síðasta sumars.

Það var Baldvin Valtýsson semveiddi laxinn í veiðistaðnum E P og var hálftommu Friggi flugan sem drjólinn gein yfir. Sem fyrr segir hefur veiðin verið frábær í ánni í sumar, þann 1.ágúst síðast liðinn voru til dæmis komnir 1975 laxar á land, en allt sumarið í fyrra veiddust 2060 laxar og voru menn þá ánægðir með gang mála. Áin var þann 1.8 aðeins 85 löxum frá heildartölunni 2017. Og enn er langt til loka vertíðar, þannig að fróðlegt verður að sjá hvernig þetta endar í Þverá/Kjarrá. Stærsti laxinn úr Þverá til þessa var hins vegar 103 cm veiddurfyrr í sumar.