Jökla
Erlendur kappi með glæsilegan hæng í Jöklu fyrr í sumar þegar hún var enn tær. Það er þó bót í máli að Fossá, Laxá og Kaldá auk vatnaskila þeirra eru enn virk, svo og Fögruhlíðará og vatnamót enn ofar í vatnakerfinu.

Það kom yfirfall í Jöklu 3-4 vikum fyrr en í fyrra og má kenna um hitabylgju sem lá yfir þeim landshluta lengi framan af sumri. Þá bráðnaði allur snjór og safnaðist upp í lónið og nú flýtur yfrir. Þá er Bllanda líka kommin á tíma þetta árið.

Veiði hefur verið fín í Jöklu, en eðli þeirra veiða breytist með þessu, en sem betur fer eru margar leiðir þar til að smjúga fram hjá yfirfallinu. Jökla er ekki bara Jökla. Hún er líka Fossá, Laxá og Kaldá sem renna til hennar og Fögruhlíðará sem rennur sjálfstætt í gegnum Fögruhlíðarós  til sjávar. Ávalt þegar yfirfallið er brostið á, þá halda þessi svæði dampi. Ofar í kerfinu heldur áfram að veiðast í skilum lækja og áa og talsvert er um slíkt er ofar í kerfinu dregur. Fyrir veiðimenn í Jöklu er það samt súrt að tapa svæðunum í ánni sjálfri, því þau eru sum hver alveg með ólíkindum falleg.

Það eru tvær ár sem standa og falla með yfirfalli, Blanda er hin og hún er nú líka dottin í yfirfall, vel á undan áætlun, en samt sem áður hefur Jökla það fram yfir Blöndu að hafa fleiri hliðarár sem tengjast veiðisvæðinu með virkum hætti.