Lax, Elliðaár
Ögurstundin runnin upp. Mynd Heimir Óskarsson.

Aðalfundur SVFR verður laugardaginn 25.febrúar. Kosið verður um þrjú stjórnarsæti og þau tíðindi hafa gengið eftir að allir umræddir stjórnarmenn hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri. Það stefnir því í mikla nýliðun hjá SVFR!

Það eru þau Ragnheiður Thorsteinsson, Ásmundur Helgason og Hörður Vilberg sem hætta í stjórn, en þau hafa setið frá 2010 og komu inn á vondum tíma í sögu SVFR, hrunið nýafstaðið og allt í kaldakoli. Í dag eru betri tímar og þau hafa öll greint frá því í yfirlýsingum að kominn sé tími á nýtt blóð. Frestur til að lýsa yfir framboði rennur út á laugardag og hafa þegar fjórir gefið sig fram. Gætu orðið fleiri, það stefnir því í spennandi kosningu. Þau sem leitast eftir kjöri eru Ágústa Katrín Guðmundsdóttir, Reynir Þrastarson, Stefán Hallur Jónsson og Jóhann Kristinn Jóhannesson.