Jón Helgi Björnsson
Jón Helgi Björnsson með þann stærsta í morgun, 90 cm.
Laxá í Aðaldal, Jón Helgi Vigfússon
Jón Helgi Vigfússon með þann fyrsta í morgun, 80 cm hrygnu úr Sjávarholu.

Það var líf og fjör neðan við Æðarfossa í morgun þegar Laxamýrarfjölskyldan opnaði Laxá í Aðaldal venju samkvæmt. Fjórir laxar á land og sett í fleiri. Enn ein flotta opnuunin í laxveiðinni!

Laxá í Aðaldal, Halla Bergþóra
Halla Bergþóra Björnsdóttir með fallega hrygnu, Jón Helgi bróðir hennar er til aðstoðar.

Fyrsti laxinn var að sögn Jóns Helga Björnssonar 80 cm hrygna sem Jón Helgi Vigfússon veiddi í Sjávarholu. Svo bættust þrír í viðbót í hóp hinna lönduðu. „Þetta voru alls fjórir á land, stærstur 90 cm og einn smálax,“ sagði Jón Helgi í skeyti til VoV.