Glæsilegur nýgenginn birtingur úr opnun Eldvatns. Myndin er af FB síðu Jóns Hrafns Karlssonar

Sjóbirtingsvertíðin hófst formlega í Eldvatni í gær og má segja að hún hafi byrjað með hvelli. Þeir sem voru við veiðar voru stanslaust í fiski!

Annar glæsifiskur úr opnuninni.

Jón Hrafn Karlsson, einn eigutaka árinnar sagði: „Hollið sem hóf veiðar í Eldvatni í dag urðu varir við mikið af nýgengnum sjóbirtingi . Eftir vaktina var búið að landa 11 sjóbirtingum , nokkrum yfir 70cm og stærstur 75cm langur. Einnig misstu þeir annað eins af fiski. Á myndunum eru félagarnir Þorgeir Þorgeirsson og Dagur Árni Guðmundsson með flotta sjóbirtinga úr veiðistaðnum Villa.“