Eystri Rangá
Einn af stórlöxunum í aflanum!

Við höfum greint frá miklum uppgangi í Rangánum og þá sérstaklega þeirri eystri að undanförnu og nú fengum við skýrslu og fréttaskot frá Jóni Þórðarsyni sem fór fyrir fjögurra mana hópi með tvær stangir í ánni í lik viku. Lýsingin er geggjuð. Gefuð Jóni orðið.

„Eins og fyrr segir var þetta algerlega mögnuð ferð og nóg af fiski í Eystri sem stendur. Við áttum fjóra daga í veiði, eða nánar tiltekið 22-25 júlí og fórum á öll svæði í ánni nema eitt. Fiskur að ganga á hverjum degi og náðum við minnst 10-14 löxum á hverju svæði og allt upp í 34 laxa á einni vakt, að einu svæði undanskildu sem komu þrír á land.

Eystri Rangá
Þarna eru félagarnir go allir baggarnir fullir af laxi…

Uppistaðan í aflanum var vænn smálax, þetta 2-2,5kg og laxinn vel haldinn úr sjó þetta árið. Minna var um stórlax í þetta skiptið en oft áður í Eystri en einungis níu stórlaxar voru í aflanum sem allir fóru í klakkistur eða var sleppt ef of langt var að koma þeim í kistu. 90% af aflanum kom á flugu og þegar upp var staðið höfðum við landað einum 105 löxum og 9 silungum að auki, mestmegnis staðbundinni bleikju sem var allri sleppt aftur.“

Svo mörg voru þau orð Jóns Þórðarsonar og ljóst að víða eru menn í veislum.  Eystri var eitthvað dauf í fyrra, en hefur tekið við sér, sem er glæsilegt.