Skjálfandafljót, Fosspollur
Fosspollur í Skjálfandafljóti. Mynd, -gg.

Skjálfandafljót var opnað formlega í gær og gekk allt vel. Fín opnun. Ellefu laxar á land og gáfu öll helstu laxveiðisvæðin lax.

Þetta kemur fram á vefsíðu Iceland Outfitters sem eru með hluta veiðidaga í fljótinu neðan Goðafoss á leigu. Austurbakki efri, kenndur við Þingey, var afgerandi besta svæðið í gær, gaf sjö laxa. Vesturbakki neðri gaf tvo, Austurbakki neðri einn lax og Barnafell einn lax. Einn alger hvalur kom á land, 100 sentimetrar og veginn 10,3 kíló.