Geirlandsá, sjóbirtingur
Fallegur úr Geirlandsá.....

VoV gerði sína nú árlegu vísiteringu á sjóbirtingsslóðir í Vestur Skaftafellssýslu í mai, núna í lok vikunnar, til að sanna og kveða niður hið fornkveðna að allur birtingur sé horfinn úr vötnum við lok apríl. Það er firra, eins og VoV fékk að reyna.

Það blés reyndar ekki byrlega, svaðalegt vatnsveður setti allt á bólakaf og Geirlandsá nánast fyllti dalinn og var kolmórauð og það var ófært í Ármótin. Eftir að áin hafði að áin hafði sjatnað aðeins og fengið veiðanlegan lit, þá ar hægt að fara niður á „Garða“, en Garðarnir eru stórar hleðslur sem ýtt hefur verið upp til að halda ánni í skefjum á þessum slóðum. Þarna niður frá heitir áin reyndar ekki lengur Geirlandsá heldur Breiðabalakvísl. Hörgsá kemur þarna í hana úr austri og saman falla þær í Skaftá ásamt Fossálum neðar og mynda hið víðfræga veiðisvæði Vatnamót.

En í þessu foráttuflóði sem þarna var, voru Garðarnir einu aðgengilegu veðisvæði Geirlandsár og þar var fiskur. Við stoppuðum bara stutt eins og venjulega, bara til að tékka….og við setyum í fiska, við Garða 3 og 6. Lönduðum þremur og fengum fleiri högg. Þarna var aðallega geldfiskur og það segir nokkra sögu, því sjaldan eða aldrei frá því að VoV hóf að venja ferðir sínar að vori á þessar slóðir hefur verið annað eins af geldfiski í ám þarna. Við kíktum í veiðibókina í Geirlandsá og þar var þetta að finna:

Vorveiðin til þessa er 365 fiskar, alveg hreint magnað, sérstaklega þar sekki var hvert holl skipað. Stundum glufur. Margir í moki. Gunnar Óskarsson formaður SVFK hafði sagt okkur að mikið væri af geldfiski og það hefði byrjað 2015, en þegar bókin er skoðuðuð núna þá er alveg hreint ótrúlega mikið af fiski sem er af geldfisk stærð. Það veit á gott með komandi vertíðir, greinilega sterkir árgangar í uppvexti, sem menn höfðu áhyggjur af fyrir fáum árum þegar steinsuga og sandsílahrun virtist ógna birtingnum. En alla vega: Miðað við stóra vorveiðitölu eru nú tiltölulega fáir stórir, andstætt síðustu árum, aðeins14 fiskar eru af þeirri stærð að vera mjög stórir, vel ríflega 70 sm og uppúr. Stærst 95 sm ætlaður 8 kg eða 16 pund. Það eru kynslóðarskipti í ánni og sýslunni í heild því að svipaða sögu er að segja víðar.

Geirlandsá, sjóbirtingur
Þunnur en fallegur, falleg hrygna úr Geirlandsá sem var gefið líf…..

Tungulækur fullur af geldfiski

VoV fékk tveggja tíma innlit í Tungulæk á þriðjudagskvöldið. Það var lítill tími til að gera góða úttekt, en niðurstaðan var sú að mikið er af geldfiski á svæðinu. Eftir miklu að slægjast. Vænir og smáir. Ekki tókst að finna út hvort að enn sé eitthvað af hrygningarfiski, en á þessum stutta tíma settum við í fjóra sem landað var, 50, 57, 60 og 67 cm og var sá stærsti sá eini sem var hryginarfiskur frá síðasta hausti. Í ljósaskiptunum voru fiskar á lofti um allan Gussa og Holu….af og til líka í Faxanum.