Þverá
Slæm mynd, en hann ER 103 cm...

Stærsti laxinn úr Þverá/Kjarrá veiddist í vikulokin, 103 cm úr Klettsfljóti og er það mögulega stærsti laxinn af sunnan- og vestanverðu landinu það sem af er.

Ingólfur Asgeirsson umsjónarmaður svæðisins sagði okkur að erlend kona, Annie Outhwait, hefði sett í og landað laxinum í Klettsfljóti, til aðstoðar var Egill Jóhann Kristinsson leiðsögumaður. Annars er Þverá/Kjarrá í góðum gír, miklu betri en á sama tíma í fyrra og síðasta miðvikudagskvöld var hún efst í tölu yfir landið. Það breytist kannski þegar Rangárnar valta yfir allt eins og þær gera vanalega, en það breytir því ekki að staðan í Þverá/Kjarrá er firnagóð.