Birgir Örn Birgisson
Birgir Örn Birgisson og Jón Helgi Vigfússon með þann stóra, 103 cm,, og hrygna alveg eins og síðustu tröllin uppi í Nesi.....myndin er fengin frá Vigfúsi Orrasyni

Nessvæðin eiga alltaf helling af athyglinni vegna stóru laxanna sem þar veiðast. En þau eru bara hluti af Laxá í Aðaldal og á öðrum svæðum árinnar gerast líka ævintýrin að sjálfsögðu, hér segjum við frá risahrygnu sem þar veiddist.

Í færslu sem Vigfús Orrason setti á FB síðu Laxár í Aðaldal, sem sagt síði Laxárfélagssvæðanna skrifaði Vigfús: „Birgir Örn Birgisson veiddi þessa gullfallegu 102 cm hrygnu á Spegilflúð í gærkvöldi. Með honum er á myndinni Jón Helgi Vigfússon.“ Þeir eru komnir nokkrir 100plús á Laxárfélagssvæðunum, enda eru á þeim svæðum ekki síðri stórlaxastaðir heldur en á Nesveiðunum. Annars er það að frétta af Laxá í Aðaldal að við höfum heyrt af veiðimönnum nýlega sem voru að veiða neðan við Æðarfossa og settu í marga laxa. Allt voru það smálaxar, þannig að kannski fara þeir litlu að blanda sér í veiðina fyrir alvöru á næstu misserum.