Arnór Pálmi, Nils Folmer
Arnór Pálmi t.h. ásamt Nils Folmer með 103 cm hrygnuna.

Það er augljóslega eitthvert móment í stórlaxaveiðinni í Nesi þessa daganna, við erum ekki fyrr búnir að greina frá 111 cm risahæng Nils Folmers heldur en fregnir berast af 103 og 100 cm, en þann seinni landaði Lilla Rowcliffe sem kemur hingað til lands á sumri hverju og lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera komin á tíræðisaldurinn!

Lilla Rowcliffe
Lilla Rowcliffe með 100 cm hrygnuna sína.

Arnór veiddi þann stærri, 103 og var aðstoðaður af Nils Folmers, en Lilla landaði þeim 100 cm sem er langt frá því að vera hennar fyrsi slíkur af svæðinu. Athygli vakti að báðir laxarnir voru hrygnur sem eru í minnihluta þegar slíkir hvalir eru annars vegar. Þess má geta að Lilla landaði einnig laxi sem áætlaður var um 17 pund, en það telst vera 94-95 cm fiskur.