Orri Vigfússon
Orri Vigfússon á góðri stundu með tuttugu pundara úr Laxá í Aðaldal.

Okkur var að berast það til eyrna að Orri Vigfússon laxverndarfrömuður sé látinn. Genginn er góður maður og óhætt að segja að villtir laxastofnar í Atlantshafi eigi honum mikið að þakka. Önnur eins elja og samviskusemi í verndarstarfi hans er fágæt.

Orri hafði glímt við krabbamein með hléum síðustu árin og alltaf sigrast á því. Þangað til núna. VoV þakkar honum allt það góða í gegnum árin og við vottum fjölskyldu hans samúð okkar.