Gunnar Þórðarson með hrygnuna stóru. Myndin er frá FB síðu Strengja.

Varla hafði blekið þornað á frétt okkar áðan af opnun Hrútafjarðarár, en þessi frétt kom inn um lúguna, sannkallaður stórlax hjá veiðimanni sem aldrei fyrr hefur kastað agni í Hrútafjarðará.

Þröstur Elliðason sendi svohljóðandi skilaboð: „Hann Gunnar Þórðarson, sem var að koma í fyrsta sinn í Hrútu, gerir það heldur betur gott. Hann var að landa einum 96 cm hrygnu sem var 45 cm í ummáli, og er rétt tæp 10 kg er óhætt að segja. Tók laxinn litla rauða Frances no. 14. í Stokknum..
Gunnar var áður búinn að fá lax úr Háeyrarhyl sem var 76 cm….góður dagur hjá honum!
Hrútafjarðará var ein af fáum ám sem héldu velli sumarið 2019 svo við eigum von á góðu sumri.“