Sportveiðiblaðið: Fastir liðir eins og venjulega

Nýjasta Sportveiðiblaðið

Sumarblað Sportveiðiblaðsins kom út nýverið og kennir þar margra grasa að venju, viðtöl og greinar, stangaveiðin efnismeiri en skotveiðin, enda stangaveiðivertíðin í algleymingi nú um stundir

Það er hægt að hafa mörg orð um þetta blað sem Gunnar Bender hefur gefið út í áraraðir, alltaf er gaman að fletta því nýjasta. Að þessu sinni er ekkert gefið eftir frekar en fyrri daginn. Af margvíslegu efni má nefna viðtöl við veiðikempurnar og náttúrubörnin Björn Kristinn Rúnarsson, staðarhaldara við Vatnsdalsá og meðleigjanda Péturs Péturssonar við ána, og Jogvan Hansen sem þekktastur er fyrir söngsnilli sína, en er liðtækur og ástríðufullur veiðimaður. Þá má nefna veiðistaðalýsingu um Laxá á Ásum og merkilega grein um hið dularfulla vatn Jurrastic Lake, sem er yfirfullt af risavöxnum silungum. Og fleira og fleira, sjón er sögu ríkari.