Selá, Fosshylur, Strengur
Falleg hrygna veidd í Fosshyl Selár á fyrstu vakt. Myndin er af FB síðu Strengs.

Það byrjar vel í Vopnafirðinum, átta komu úr Selá á fyrstu vakt á laugardaginn, þrátt fyrir vatnsveður og vatnavexti. Síðan hefur ástandið batnað og veiði verið góð.

Eftir tvo fyrstu veiðidagana voru komnir tuttugu laxar á land úr Selá sem er frábær byrjun og ein sú besta í ánni. Þó að vatn hafi minnkað er enn mjög hátt í ánni og þarf því að finna laxinn utan hefðbundinna dvalarstaða. Veiði hefst í Hofsá n.a. föstudag 30.júní. Leiðsögumaður við ána gekk víða með ánni um helgina og kom auga á laxa, m.a. í efsta veiðistað. Það gæti því orðið lífleg opnun í Hofsá ekki síður en í Selá.