Hilmar Jónsson, Selá
Hilmar Jónsson leiðsögumaður er sáttur eftir að hafa háfað laxinn. Mynd -gg.

Í síðustu frétt okkar var fókusinn á þær ár sem náð hafa þriggja stafa tölu. Það má alveg kíkja á fleiri ár og athuga með gang mála. T.d. Affall, Þverá, Gljúfurá og Skjálfandafljót

Fyrst með Affallið, það er gefið upp með 10 laxa á angling.is en staðan er samt betri heldur en þar má lesa úr. Það hafði verið slakt, að sögn Einars Lúðvíkssonar leigutaka árinnar vegna þess að stanslausar sunnanáttir hefðu valdið brimi við ströndina og laxinn væri tregur að ganga í þess háttar ósköpum. Um leið og það gekk aðeins niður fór aðkoma skriður á málin og síðasta holl var með sjö laxa í 12 fiska holli. Lax og birtingur strax farinn að ganga. Einar er einnig með Þverá í Fljótshlíð og gaf síðasta holl þar 13 laxa. Segir Einar ána vera fulla af laxi.

Við nefndum Gljúfurá í Borgarfirði og Skjálfandafljót vegna þess að gangur hefur verið nokkuð góður í þeim og þær verða báðar ugglaust komnar með þriggja stafa stympilinn þegar næstu vikutölur detta inn.