Laxinn sem Robert Novak landaði á tilraunasvæði IO í Þjórsá í fyrrakvöld, glæsilegur hængur. Myndina sendi okkur Stefán Sigurðsson.

Það hefur verið mokveiði í Urriðafossi í Þjórsá líkt og í fyrra, en færri fregnum fer af tilraunasvæðunum á hinum bakkanum, Þjórsártúni og Kálfholti. Við spurðum leigutakana hjá IO frétta af svæðinu og Stefán Sigurðsson brást strax við.

„Undiritaður kíkti eina hraðferð í Þjórsátún og kálfholt í Þjórsá í gærkvöldi. Það var töluverður fiskur á svæðinu en gékk illa að setja í þá, Varð ekki var á milli brúa en setti í fisk í bakstreyminu við Urriðafoss á frekar grunnu vatni, nálægt landi, sá einnig fisk við litla fossin útaf skerinu sem liggur rétt fyrir utan netaskerið og sá einnig fiska við landamerkin þjórsártúns og Kálfholts, Nánara við Rauðalæk. Það var lítið eftir af tímanum svo ég brunaði niður á Neðra nef í Kálfhollti og náði 3 þokkalegum sjóbirtingum, Stórveiðimaðurinn Róbert Novak kíkti í kálfholt í nokkrar klst í fyrradag og náði þessum flotta laxi á efsta hluta veiðisvæðisinns.“

Þökkum fyrir þetta Stefán, það er greinilega veiðivon á þessum slóðum, þetta er ekki fyrsti laxinn af svæðinu og ekki sá síðasti.