Svalbarðsá
Þessi veiðikona heitir Agnes og er með glæsilega hrygnu úr Svalbarðsá. Myndin er frá Hreggnasa.

„Síðasta áin okkar til að opna, Svalbarðsá, var opnuð núna í vikunni og það fór allt vel af stað,“ sagði Jón Þór Júlíusson í skeyti til VoV, en Svalbarðsá er í Þistilfirði og árnar á þeim slóðum þykja vera síðsumarsár. Samt veiðist alltaf góður slatti í þeim framan af sumri.

„Við erum búin að opna allar árnar okkar núna. Við byrjum með aðeins tveimur stöngum og opnum 1.júlí. Fyrsti hópurinn landaði fjórum löxum, 82 til 92 cm og missti eitthvað. Hópurinn sem tók við var með sex laxa75-85 cm á fyrstu vakt þannig að ekki er hægt að segja annað en að veiðin fari vel af stað þetta sumarið. Laxarnir veiddust allir um miðbik árinnar og vatnsmagnið er eins á á hásumarsdegi, svipað og víða annars staðar í þessum landshlutsa,“ bætti Jón Þór við.