Minnivallalækur, Heiðar Logi Sigtryggsson
65 sentimetra urriði úr Minnivallalæk um helgina. Myndin er frá Strengjum, látin í té af Heiðari Loga Sigtryggssyni.

Opnunin í Minnivallalæk var ásættanleg, ekki margir fiskar á land að vísu, en menn settu í talsvert og sáu fisk nánast um alla á. Stórfiskar á sveimi um allt!

Skv upplýsingum frá leigutakanum Þresti Elliðasyni hjá Strengjum var þremur urriðum landað, en að veiðimenn hefðu „sett í og misst helling“ eins og það var orðað. Hafði hann eftir Heiðari Loga Sigtryggssyni sem var að opna ána með félögum sínum að „fiskur virtist vera út um allt.“ Tökurnar voru á Phesant tail nr 16, Blóðorm og Köttinn, en sú síðastnefnda gaf einmitt stærsta fiskinn, 65 cm sem Óskar Þorgils veiddi í Dráttarhólshyl.