Nils Folmer Jörgensen, Þingvallavatn
Nils Folmer með tröllið sem hann landaði í Þingvallavatni fyrr í kvöld.

Nils Folmer Jörgensen er þaulvanur að kljást við þá stóru í víkunum í sunnanverðu Þingvallavatni og hefur landað þeim mörgum ótrúlega stórum. Í kvöld kom einn í risaflokki….

Nils skrapp í kvöld á ION svæðin í Þingvallavatni og þetta var lokatúrinn í vatnið á þessu vori/sumri. Hann hefur átt þar leyfi af og til en lítið getað farið vegna vinnu. Í kvöld kom þó glufa. Gefum Nils orðið:  „Þetta var frábær lok á silungsveiðitímanum mínum, en ég sný mér núna að laxinum. Skrapp í kvöld og landaði tólf fiskum. Það hefur verið frábær veiði á ION svæðunum það sem af er og kominn þurrflugutíminn á stóru urriðana. Samt tók þessi miklu fiskur Olive Ghost straumflugu. Hann var hrikalegur, 98 cm og veginn 12,6 kg.“