Glímt við lax í Hofsá. Mynd Jón Eyfjörð.

Bati Hofsár er hægari en menn vildi óska, áin fór hroðalega í vetrarflóði 2013 og vorflóði 2014….hrygningarlendur sópuðust burt og seiðaárgangar hurfu. Síðustu tvö ár hafa menn talið að bati væri í nánd, en það gæti teygst yfir á næsta ár.

Fyrir tæpri viku síðan voru komnir 642 laxar á land miðað við 697 í fyrra. Það er ekki lengra síðan en 2013 að áin fór í 1160 laxa, en síðan hafa áföllin dunið yfir. En batinn var þó ljós, 2017 komu 589 laxar á land og í fyrra 697 laxar. En þetta virðist vera stopp í bili, ekki er útlit fyrir að áin nái sömu tölu og í fyrra þó að litið hafi út fyrir það í fyrstu. Þá verður að telja með af sumarafla Hofsár er einnig afli Sunnudalsár, sem var seld sérstaklega í fyrsta skipti í fyrra. Þá voru 118 laxar af Hofsártölunni þur Sunnu og núna um það bil 85 laxar. Væri hægt að toga það upp í 90 ef hnúðlaxar væru taldir með, komnir sex í bók. Þetta er allt að koma sem sagt, en náttúran er viðkvæm og þolir illa hin minnstu skakkaföll. Á móti kemur að farið er afar vel með Hofsá og allskonar mótvægisaðgerðir til að byrgja fyrir tjónið vegna flóðanna hafa verið í gangi, m.a. hrognagröftur víða um ána.