
Tröllvaxin hrygna veiddist í gærkvöldi í Laxá á Ásum, stærsti lax sumarsins til þessa. Til þessa höfum við greint frá þremur 100 cm löxum, þessi hrygna var 103 cm!

Veiðin í Laxá hefur farið afar vel af stað, en laxar af þessari stærð koma alltaf skemmtilega á óvart. Það var Sigurður Hannesson sem veiddi laxinn í Langhyl og skv upplýsingum frá Sturlu Birgissyni umsjónarmanni Laxár, þá var hrygnan 103 cm og 22 pund. Þegar myndirnar eru skoðaðar má glöggt sjá að laxinn er alls ekki nýgenginn. Það er þó nokkuð síðan að hann gekk í ána, hrygnan er ekki einu sinni silfruð lengur o ger þetta í anda þess sem allir hafa séð hin seinni ár, að laxinn era ð ganga fyrr í árnar síðustu árin og það hefur algerlega ágerst eftir að tveggja ára laxinn fór að koma til baka eftir sögulega lægð.