Fljótaá
Dramatík við Fljótaá

Fljótaá er nú komin í hendur Vigfúsar Orrasonar, sem nafni samkvæmt er sonur Orra heitins Vigúfssonar sem var með ána á leigu um árabil í samstarfi við Stangaveiðifélag Siglufjarðar. Þetta er fimm ára samningur og ýmis áform uppi um að hjálpa ánni, hvers laxastofn hefur verið í dálítilli lægð allra síðustu ár.

Við vorum að spjalla við Vigfús, eða Vivva, í dag og hann sendi okkur í framhaldinu eftirfarandi tilkynningtu:  “Veiðiklúbbur Íslands og Veiðifélag Miklavatns og Fljótaár skrifuðu í haust undir framlengingu á leigusamningi um Fljótaá. Veiðiklúbburinn, sem rekinn var af Orra heitnum Vigfússyni, hefur verið má ána á leigu síðan 2004 og fjölskylda Orra hefur nú tekið við rekstrinum. Gott samstarf hefur verið með Veiðiklúbbnum, landeigendum og Stangveiðifélagi Siglfirðinga og nú hefur enn bæst í hollvinahópinn með tilkomu Eleven Experience í sveitina en þeir reka lúxushótelið að Deplum.

Fljótaá er fornfræg bleikjuveðiá og bleikjuveiðin hefur verið frábær undanfarin ár. Metnaður er hjá öllum aðilum sem að ánni koma að fara í aðgerðir til að styrkja náttúrulegt klak laxa með lagfæringu á hrygningarstöðum og hrognagreftri. Slíkar aðgerðir eru þegar hafnar. Áin gaf mest 466 laxa árið 2009 og það er full ástæða til að ætla að slíkar tölur sjáist aftur ef rétt er haldið á spöðunum.”

Í samtalinu við Vigfús kom fram að hrogn hafi verið grafin í möl í fyrra og framhald verði á því. Þá voru Vigfús og félagar í vikunni að vinna í að bæta hrygningarsvæði og verður að sama skapi framhald á þeirri vinni. „Allt svona telur, en tekur samt tíma að skila sér. Við erum með fimm ára samning og voanndi verðum við farin að sjá árangur áður en sá tími er liðinn,“ sagði Vigfús í samtali við VoV. Bleikjan er mjög sterk í Fljótá, en laxinn fer upp og niður. Vigfús vonar að öll umgjörðin muni hjálpa laxinum að koma betur til baka, öllum laxi er sleppt, hrognagröftur og lagfæringar á hrygningarslóðum séu af hinu góða og síðan sé alltaf nóg vatn í ánni og hún að auki frekar stutt af laxveiðiá að vera, aðeins 6-7 kílómetrar.

Þess má líka geta í þessu samhengi að samstarf er nú á milli Vigfúsar annars vegar og veida.is og veiditorg.is um sölu á lausum stöngum og hollum. Báðir vefirnir eru öflugir veiðileyfasalar.