Ingval Lie, Ytri Rangá
Ingval Lie með aldeilis geggjaðan urriða. Áætlaður 16 pund úr Djúpósi í Ytri Rangá í dag.

Í síðustu frétt kom fram að 8 kílóa „silungur“ hefði veiðst í opnun Ytri Rangár. Þar veiddist að vísu 20 punda lax, en svona fiskur skyggir eiginlega á hann. Við heyrðum í umsjónarmanninum Jóhannesi Hinrikssyni.

„Jú, þetta var staðbundinn urriði, veginn 8 kíló og það var Norðmaðurinn Ingval Lie sem setti í hann á HKA Sunray í Djúpósi. Maðurinn er algjörlega í sjöunda himni. Við erum ekkert yfir okkur hissa, það eru afar stórir staðbundnir urriðar í ánni, þannig fengum við þrjá í fyrra sem voru 85 til 88 cm.“