Lax, Lax-á
Flottur lax .

Hér er smá samantekt frá þeim ám sem opnuðu í dag, en segja má að allar hafi gengið vel fyrir sig þó að eflaust hefðu menn vilja sjá fleiri á land sums staðr. En laxinn var að taka grannt og margir sluppu. Allir voru sammála um að það hefði verið líflegt og talsvert af laxi. Við megum ekki gleyma því að það er aðeins 20.júní.

Að kvöldi dags hafði verið veitt í Hítará í þrjár vaktir. Mikið af laxi í veiðistöðum frá brú og niður úr, t.d. Breiðinni, Steinastreng og fleirum. 16 voru komnir á land og margir lekið af, m.a. einn sem hald manna var að væri jafnvel meters drjóli, en úr því fæst ekki skorið fyrst að hann sleit sig lausan.

Elliðaárnar byrjuðu með stæl og venjulegri seremóníu. Tíu laxar veiddust á fyrstu vaktinni og dreifðust þeir fallega á milli boðsgesta. Nærstaddir og kunnugir sögðu mikið komið af laxi í ána.

Við greindum frá Laxá í Aðaldal í frétt fyrr í kvöld, sex á land á morgunvakt. Jón Helgi Björnsson sagði okkur í kvöld að hann hefði ekki tæmandi fréttir af seinni vaktinni að