Falleg saga úr Laxá í Aðaldal

Sjöfn Jónsdóttir með glæsilega hrygnu úr Laxá í Aðaldal

Veiðin fór svona frekar rólega af stað í Laxá í Aðaldal en hefur verið að hressast. Á hverju sumri verða til fallegar sögur og minningar, hér er ein

Jón Helgi Björnsson á Laxamýri segir frá: „Fór með uppáhalds fólkinu mínu á veiðar í Laxá. Fengum tvo og misstum tvo stórlaxa fyrir neðan fossa. Sjöfn fékk einn flottan en í dag eru tíu ár síðan hún fékk sinn fyrsta lax. Gaman í Laxá.“