Eldislax sjókvíaeldi
Illa farinn eldislax í opinni sjókví.

Það er óhætt að segja að baráttan gegn opnu sjókvíaeldi og nýju reglugerðarfrumvarpi sjávarútvegsráðherra sé hratt að færast í aukana, enda yfirgangurinn með ólíkindum. NASF er meðal annarra í fararbroddi í þeirri viðspyrnu og stendur nú fyrir opnum fundi téð sjókvíaeldi

Í fréttatilkynningu sem að NASF sendi frá sér nýverið og birtist auk þess að FB síðunni Á móti straumnum, stendur m.a.: „NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, boðar til opins fundar um laxeldi á Skúla Craft Bar á Fógetagarði, Aðalstræti 9, þriðjudagskvöldið 26.mars kl. 20:00. Tilefnið er að nú liggur frumvarp fyrir Alþingi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Efni fundarins er “Skaðleg áhrif laxeldis í opnum sjókvíum. Framtíð laxeldis er í lokuðum kerfum”.

Málshefjendur á fundinum eru:
-Katka Svagrová: veiðileiðsögukona í Laxá í Kjós auk þess að vera víðförul stangveiðikona.
-Jón Helgi Björnsson: formaður Landssambands veiðifélaga.
-Erik Sterud: ráðgjafi Norske Lakseelver (samtök veiðiréttarhafa í norskum laxveiðiám). Erik vinnur náið með norskum yfirvöldum og rannsóknarnefndum á þeirra vegum.

Bent er á að þar sem tveir af ræðumönnum kvöldsins eru enskumælandi mun fundurinn fara fram á ensku.“