Það tók ekki langan tíma að setja í og landa fyrsta laxi sumarsins úr Elliðaánum, Reykvíkingur ársins, Bergþór Grétar Böðvarsson hafði vart rennt lengur en í fimm mínútur er laxinn var á og 3-4 mínútum síðar var búið að landa.


Bergþór Grétar var við athöfn við veiðikofann sæmdur titlinum fyrir óeigingjarnt starf sitt á sviði geðfatlaðra. Hann starfar við batamiðstöð LHÍ á kleppi og er auk þess stofnandi og þjálfari knattspyrnuliðsins FC Sækó sem starfrækt er af krafti.

En að veiðinni. All mikið hefur gengið af laxi í árnar síðustu vikuna og að sögn viðstaddra var Fossinn t.d. „smekkfullur af laxi“ í gærkvöldi. Töldu menn þó líklegt að eitthvað af þeirri torfu hefði gengið upp Fossinn í rigningunni í nótt. Eflaust rétt, en nóg var þó eftir af fiski. Við munu síðan fylgjast betur með þegar líður á daginn, en sem sagt, allt eftir bókinni í Elliðaánum