Einstök börn – Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni. Er árlega boðið að veiða í Elliðaánum. Við slógumst í för með þeim í morgun, þar voru mætt mætt 12 börn, sannarlega galvaskir veiðimenn þar á ferð.

Á staðinn voru einnig mættir sérlegir aðstoðarmenn í boði gestgjafanna, sú undantekning er gerð á þessum degi að öllum er leyft að veiða á maðk. Börnin skemmtu sér konunglega og enginn fór með öngulinn í rassinum. Hér eru nokkrar myndir, til að sjá þær stærri er nóg að smella á þær.

Félagið Einstök börn sinnir fjölskyldum barna með sjaldgæfa sjúkdóma og sjaldgæf heilkenni. Félagið veitir alhliða upplýsingaþjónustu – ráðgjöf- viðtöl – er með styrktarsjóð og sinnir fræðslu og félagslífi. Hægt er að styrkja félagið eða sækja um aðild og lesa fréttir á heimasíðu þess einstokborn.is